Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 14:07 Ölfusárbrúin í Árborg. Vísir/Vilhelm Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00