Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 14:07 Ölfusárbrúin í Árborg. Vísir/Vilhelm Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00