Að selja landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2019 08:00 Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun