Óeining um hækkun launa forstjóra hjá OR 9. júlí 2019 06:15 Grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, hafa verið hækkuð afturvirkt til 1. mars um 5,5, prósent. Heildarlaun hans hafa þó lækkað milli ára vegna breytinga á stjórnarsetu í dótturfélögum. Fréttablaðið/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar forstjóra um 5,5 prósent, eða sem nemur tæplega 130 þúsund krónum á mánuði. Er hækkunin afturvirk til 1. mars síðastliðins. Eftir hækkunina nema grunnlaun forstjórans 2,5 milljónum króna. Stjórnarmaður gagnrýndi hækkunina á fundinum. Heildarlaun forstjórans lækka þó umtalsvert milli ára. Ástæðan fyrir því er að forstjóri OR gegnir nú ekki lengur launaðri stjórnarformennsku í tveimur dótturfélaga fyrirtækisins. Greiðslur til forstjórans vegna stjórnarstarfa í Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur námu ríflega einni milljón á mánuði sem áður lagðist ofan á grunnlaun hans. Gerðu þessar aukagreiðslur það að verkum að heildarlaun forstjórans með hlunnindum voru komin vel yfir þjár milljónir á mánuði. Breytinguna má rekja til niðurstöðu Innri endurskoðunar OR um vinnustaðamenningu og mannauðsmál í vetur þar sem lagt var til að forstjóri samstæðunnar sæti ekki í stjórnum dótturfélaga. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að endurskoðun launa forstjórans hefði tafist bæði vegna áðurnefndrar úttektar og viðkvæmrar stöðu í kjaraviðræðum. Á fundi stjórnar OR þann 24. júní síðastliðinn var svo loks samþykkt tillaga starfskjaranefndar OR um að hækka grunnlaun forstjórans úr 2.371 þúsund krónum í 2.502 þúsund, eða um 5,5 prósent. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði stjórnarmannsins Valgarðs Lyngdal Jónssonar sem færði til bókar gagnrýni sína. Benti hann á að á síðasta aðalfundi OR hafi verið samþykkt að hækka laun stjórnarmanna um 3,7 prósent. „Var sú ákvörðun í samræmi við vel rökstudda tillögu starfskjaranefndar, þar sem tekið var mið af ástandi á vinnumarkaði og óvissu í íslensku efnahagslífi. Undirritaður telur að þar hafi verið sýnt ákveðið fordæmi og að rétt væri af stjórn OR að halda sig við það nú við ákvörðun launa forstjóra OR. Hæfileg hækkun á launum forstjóra væri því að mati undirritaðs 3,7 prósent,“ segir Valgarður í bókun sinni. Við grunnlaunin bætist svo föst mánaðarleg greiðsla upp á 132 þúsund krónur vegna bifreiðahlunninda. Grunnlaun forstjóra OR hafa frá 2017 í þremur ákvörðunum starfskjaranefndar hækkað um rúmar 300 þúsund krónur á mánuði eða 14 prósent, heldur umfram vísitölu launa sem á sama tímabili hefur hækkað rúm þrettán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira