Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 23:30 Mikil gleði braust út þegar fyrstu niðurstöður bárust. AP/Kin Cheung Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00
Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15
Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11