Ólafur Andrés Guðmundsson var magnaður er Kristianstad vann sigur á Kadetten Schaffhausen, 29-26, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.
Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik en í síðari hálfleiknum voru gestirnir frá Svíþjóð sterkari og fóru burt með stigin tvö.
Ólafur skoraði átta mörk úr ellefu skotum en Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk.
Kristianstad lyfti sér upp í 4. sæti riðilsins með sigrinum en liðið er með sjö stig. Kadetten er í fimmta sætinu með sex stig en sex lið eru í riðlinum.

