Auk þess að skora stigin þrjátíu þá tók LeBron sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Lakers komst í 109-105 áður en Memphis náði að minnka muninn í eitt stig.
Nær komust þeir ekki og sjöundi sigur Lakers í röð sem hefur unnið fjórtán af fyrstu sextán leikjunum. Þetta var hins vegar þriðja tap Memphis í röð.
Stigahæsti leikmaður næturinnar var Zach LaVine en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 49 stig í eins stigs Chicago á Charlotte, 116-115, en þetta var fjórða tap Charlotte í röð.
Öll úrslit næturinnar:
Phoenix - Minnesota 100-98
Orlando - Indiana 106-111
Chicago - Charlotte 116-115
Toronto - Atlanta 119-116
San Antonio - New York 111-104
Miami - Philadelphia 86-113
Portland - Cleveland 104-110
LA Lakers - Memphis 109-108
Detroit - Milwaukee 90-104
New Orleans - Utah 120-128