Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 13:33 Dansarar á toppi Peak-fjalls í Hong Kong. Mynd/Hlynur Páll Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Dans Hong Kong Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans.
Dans Hong Kong Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira