Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 17:15 Alexandra Jóhannsdóttir og félagar mæta PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Vísir/Bára Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira