Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2019 07:30 Oddný í ræðustól á þinginu. Mynd/Norðurlandaráð Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. „Loftslagsváin með ofsaveðrum, skógareldum og flóðum, heimsfaraldur, stórslys og tölvuárásir. Allt þetta og meira til getur ógnað orkuöryggi og matvælaöryggi,“ segir Oddný. Hún segir að Norðurlöndin standi betur að vígi með samvinnu á þessu sviði. „Það þarf samt að haga málum þannig að okkar frjálsu samfélögum og mannréttindum sé ekki ógnað í nafni öryggis.“ Það hafi verið samhljóma álit þeirra sérfræðinga og embættismanna sem rætt hafi við starfshópinn að aukið norrænt samstarf á sviði samfélagsöryggis væri til góða. „Kannanir hafa sýnt fram á mikinn stuðning almennings við norrænt samstarf um öryggismál. Það hefur hins vegar skort pólitíska forystu. Með þessari stefnu er Norðurlandaráð að veita Norrænu ráðherranefndinni umboð á þessum sviðum,“ segir Oddný. Þá leggur hún áherslu á að efla þurfi norrænt samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum. Í stefnunni er einnig fjallað um lögreglusamstarf, samstarf um heilbrigðismál auk samstarfs á sviði almannavarna, björgunarsveita og neyðarboðskipta. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. „Loftslagsváin með ofsaveðrum, skógareldum og flóðum, heimsfaraldur, stórslys og tölvuárásir. Allt þetta og meira til getur ógnað orkuöryggi og matvælaöryggi,“ segir Oddný. Hún segir að Norðurlöndin standi betur að vígi með samvinnu á þessu sviði. „Það þarf samt að haga málum þannig að okkar frjálsu samfélögum og mannréttindum sé ekki ógnað í nafni öryggis.“ Það hafi verið samhljóma álit þeirra sérfræðinga og embættismanna sem rætt hafi við starfshópinn að aukið norrænt samstarf á sviði samfélagsöryggis væri til góða. „Kannanir hafa sýnt fram á mikinn stuðning almennings við norrænt samstarf um öryggismál. Það hefur hins vegar skort pólitíska forystu. Með þessari stefnu er Norðurlandaráð að veita Norrænu ráðherranefndinni umboð á þessum sviðum,“ segir Oddný. Þá leggur hún áherslu á að efla þurfi norrænt samstarf um frið, friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn átökum. Í stefnunni er einnig fjallað um lögreglusamstarf, samstarf um heilbrigðismál auk samstarfs á sviði almannavarna, björgunarsveita og neyðarboðskipta.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira