„Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 22:52 Frá leitinni við Þingvallavatn nú síðdegis. Mynd/Landsbjörg Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Tilkynnt var um bátinn síðdegis í dag og í kjölfarið voru tugir björgunarmanna ræstir út frá björgunarsveitum á Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá lögreglu á Suðurlandi og brunavörnum Árnessýslu. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi nú á ellefta tímanum að leitarmenn komi aftur saman um níuleytið í fyrramálið. Um sjötíu manns tóku þátt í leitinni í dag en Davíð gerir ráð fyrir sambærilegum fjölda við leitina á morgun. Haldið verður áfram að leita í fjörunni við vatnið og í bátum á vatninu sjálfu. Davíð segir að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að manneskja hafi verið um borð í bátnum, sem er lítill hobbíbátur. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld en ekki hefur fengist staðfest að bakpokinn tengist bátnum og mögulegum mannaferðum. Aðstæður voru „sæmilega erfiðar“ við leitina í dag, að sögn Davíðs. „Það var mikill öldugangur og erfitt fyrir bátafólkið að vera á vatninu, það var enginn friður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Tilkynnt var um bátinn síðdegis í dag og í kjölfarið voru tugir björgunarmanna ræstir út frá björgunarsveitum á Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá lögreglu á Suðurlandi og brunavörnum Árnessýslu. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi nú á ellefta tímanum að leitarmenn komi aftur saman um níuleytið í fyrramálið. Um sjötíu manns tóku þátt í leitinni í dag en Davíð gerir ráð fyrir sambærilegum fjölda við leitina á morgun. Haldið verður áfram að leita í fjörunni við vatnið og í bátum á vatninu sjálfu. Davíð segir að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að manneskja hafi verið um borð í bátnum, sem er lítill hobbíbátur. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld en ekki hefur fengist staðfest að bakpokinn tengist bátnum og mögulegum mannaferðum. Aðstæður voru „sæmilega erfiðar“ við leitina í dag, að sögn Davíðs. „Það var mikill öldugangur og erfitt fyrir bátafólkið að vera á vatninu, það var enginn friður,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28