Martin: Aldrei gert þetta í Höllinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 16:04 Martin skorar sigurkörfu leiksins. vísir/bára Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Sjá meira
Martin Hermannson og íslenska körfuboltalandsliðið vann Sviss í dag, 83-82, í undankeppni EM 2021. Martin steig upp í lok leiksins þegar Ísland þurfti á körfum að halda og setti niður tvö stórkostleg skot á ögurstundu. „Já, maður hefur sett mörg góð skot á ferlinum en ég hef aldrei gert það í Laugardalshöllinni, svo það er virkilega sætt að það hafi tekist,“ sagði Martin Hermannson um skotið í samtali við Vísi eftir leikinn. Skotið sem Martin sem setti niður með 20 sekúndur eftir var ekki endilega eins og það er kennt á æfingum. Það fór samt ofaní sem er það sem skiptir máli. „Já, ég sá að ég var með lítinn mann á mér þannig ég réðst bara á hann og setti létt "hook" skot yfir hann,“ sagði Martin fyrst í gríni. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki alveg hvað ég ætlaði að gera þarna, ég var kominn í frekar erfiða stöðu og skotklukkan að renna út þannig ég ákvað að kasta honum upp og blessunarlega datt það. „Svisslendingarnir eru flott landslið og fá auka sjálfstraust með Capela inn á vellinum, maður sér að þetta er allt annað lið en við mættum fyrir tveimur árum. Leikplanið í dag gekk kannski ekki fullkomlega upp, við ætluðum að leyfa ákveðnum mönnum að skjóta og þeir ákváðu að hitta í dag, sem gerði okkur erfitt fyrir. En þetta var ekkert fullkominn leikur að okkar hálfu, en við erum klárlega að taka skref í rétta átt og það er styrkleiki að geta klárað svona leiki,“ sagði Martin.Martin skoraði 16 stig í leiknum.vísir/báraLokasóknirnar voru ekki endilega eins og þær hafi komið beint af æfingasvæðinu en þær heppnuðust hinsvegar. Planið var kannski aðallega bara að Martin fengi að skapa sitt skot. „Já, leikplanið var annað hvort að ég ætti að koma á hindrunina og fara á körfuna og sjá hvort ég væri opinn, ef ekki þá átti ég að koma til baka og fá hann og bara reyna að gera einhverja töfra. Það heppnaðist vel, ég hef æfi þetta skot oft svona þar sem ég að detta aðeins í burtu og mér líður vel í skoti. Mér leið ekkert ofsalega vel í dag. Ég er að allur að drepast í öklunum og svaf eiginlega ekkert í nótt, með eitthvað í maganum. En ég náði allavega að bjarga andlitinu í lokin.“ Núna er undankeppnin hálfnuð og Ísland er ennþá í bullandi séns þrátt fyrir svekkjandi tap í Portúgal. „Já algjörlega. Við sjáum það alvega að það geta öll lið unnið alla í þessum riðli og mér finnst við vera sterkara lið en Portúgal svo það er skyldusigur á laugardaginn, að taka þá heima,“ sagði Martin. Það yrði þá úrslitaleikur að fara til Sviss og klára þá þar, sem verður erfitt, en ég hef alveg trú á að þessi hópur geti gert það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30