NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 18:41 Capela í baráttunni í kvöld. vísir/bára Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Sjá meira
Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Keflavík stakk af á Króknum og heldur sig við toppinn Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi sigurinn í röð Valur ofar eftir æsispennu Íslenska körfuboltalandsliðið mun reyna að komast til Katar 2027 Troðslukóngurinn mætir aftur og gæti tekið met af Jordan NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30