Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 22:53 Ummæli Jóns Garðars voru í tengslum við meðferð á umsókn um stækkun hús við Mosabarð í Hafnarfirði. Fréttablaðið/Ernir Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðarbæjar hafi farið út fyrir mörk háttvísi og farið með dylgjur þegar hann ýjaði að pólitískri spillingu í blaðaviðtali í sumar. Lagt er til að Hafnarfjarðarbæ bæti af þessu tilefni háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, og forsetanefnd bæjarins óskuðu eftir áliti siðanefndarinnar á ummælum Jóns Garðars Snædal Jónssonar, áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í ráðinu í Fréttablaðinu 7. júní. Í viðtalinu gagnrýndi Jón Garðar ákvörðun ráðsins um að samþykkja stækkun á einbýlishúsi í Mosabarði. Fullyrti Jón Garðar að ráðið hefði brotið lög þar sem stækkunin væri hlutfallslega meiri en gert væri ráð fyrir í deiliskipulagi Jón Garðar gekk hins vegar lengra í viðtalinu þegar hann gat sér til um hvað byggi að baki samþykktinni. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin,“ lét Jón Garðar hafa eftir sér.Fór út fyrir mörk háttvísi Þessi ummæli telur siðanefndin hafa verið dylgjur í áliti sem hún sendi forsetanefnd Hafnarfjarðarbæjar 21. ágúst og kynnt var í bæjarstjórn í gær. „Þarna er gefið í skyn að pólitísk spilling liggi að baki þeirri ákvörðun meirihluta ráðsins að samþykkja stækkunina. Þetta er ekki fullyrt beint og ekki rökstutt umfram þá staðhæfingu að ákvörðunin hafi, að mati Jóns Garðars, brotið í bága við lög. Sú staðhæfing dugar þó engan veginn til ályktunar um spillingu,“ segir í álitinu. Siðanefndin telur að í dylgjunum felist alvarleg ásökun sem snerti heiður og mannorð þeirra sem eiga í hlut og þeim gefið að sök að hafa brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Telur nefndin ekki hafi verið réttlætanlegt hjá Jóni Garðari að fara fram með dylgjur og róg í fjölmiðlum ef tilgangur hans var að stuðla að því að ákvarðanir ráðsins væru vandaðar, löglegar og siðlegar. Niðurstaða nefndarinnar var því að ummæli Jóns Garðars hafi farið út fyrir mörk háttvísi sem ætlast megi til af kjörnum fulltrúum. Telur nefndin ástæðu til að bætt verði háttvísisákvæði inn í siðareglur kjörinna fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í ljósi málsins. Ekki var gerð athugasemd við þau ummæli Jóns Garðar að samþykktin hefði verið ólögleg þar sem siðanefndin taldi að þau hefðu verið rökstudd gagnrýni. Í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær kemur fram að forsetanefnd hafi ekki talið ástæðu til að aðhafast frekar í málinu og hún telji því lokið af sinni hálfu. Áliti hafi þegar verið kynnt málsaðilum.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Viðreisn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira