Arsenal vann þægilegan 4-0 sigur á Standard Liege í Evrópudeildinni í kvöld.
Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Unglingurinn Gabriel Martinelli skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og Joe Willock skoraði eitt.
Í seinni hálfleik lagði Martinelli svo upp mark fyrir Dani Ceballos.
Fleiri mörk urðu ekki í leiknum og vann Arsenal öruggan sigur. Skytturnar sitja á toppi F riðils með fullt hús eftir tvo leiki.
Unai Emery gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum frá leiknum við Manchester United á mánudaginn.
Fótbolti