Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2019 07:30 Lífsgæði Sigurðar versnuðu talsvert eftir útboð Sjúkratrygginga í fyrra. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira