Gera ráð fyrir 7,6 prósent fækkun farþega á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:00 Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði 6,7 milljónir og dragist þannig saman um 7,6% frá 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020 sem gefin var út í dag. Heildarfjöldi komufararfarþega verði tæpar 2,6 milljónir sem er 1,4% samdráttur frá í fyrra. Annað árið í röð fækkar skiptifarþegum mest. Þeir fara úr rétt rúmum 2 milljónum í rúmlega 1,5 milljón eða niður um 24,3%. Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar horft sé til ársins 2019 sé rétt að hafa í huga að fyrstu þrjá mánuðina hafi flugfélagið Wow air verið starfandi. Að frátöldum farþegum Wow air fækkar farþegum í heild um 1,9%. Komu og brottfararfarþegum fjölgar um 3,3% en skiptifarþegum fækkar um 16,2%. „Því má ekki gleyma að stærsta hluta fækkunarinnar má rekja til þess að WOW air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins á síðasta ári. Það jákvæða er að þessi spá gerir ráð fyrir að að komu- og brottfararfarþegum fækki einungis um rétt rúmt eitt prósent á komandi ári,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia. Íslenskum ferðalöngum fækkar nokkuð Þá segir í tilkynningu frá Isavia að enn sé nokkur óvissa varðandi ferðamannaspá félagsins, sem iðulega er unnin samhliða farþegaspánni. Fyrstu niðurstöður bendi þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um 7-8% frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta sé þó ekki endanleg niðurstaða. Farþegaspáin byggir á upplýsingum úr kerfum Isavia og samtölum við flugfélög sem hafa afnot af flugvellinum, auk frétta sem fluttar eru af flugfélögum. Hún er þannig unnin úr samanteknum upplýsingum um öll þau flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli eða hafa hafið sölu á ferðum til og frá flugvellinum.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. 12. desember 2019 14:59
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07