Michael van Gerwen, heimsmeistari í pílukasti, segist ekki vera mikið jólabarn.
Heimsmeistaramótið í pílukasti fer alltaf fram á jólunum og Van Gerwen segir að það eigi hug hans allan á þessum tíma.
„Ég er ekki hrifinn af jólunum út af pílukastinu,“ sagði Van Gerwen við Sky eftir að hann lagði Ricky Evans að velli, 4-0, í gær. Hann flaug heim til Hollands í dag þar sem hann mun halda jól með fjölskyldu sinni.
„Ekki misskilja mig. Ég nýt samverunnar með fjölskyldunni en ég er ekki hrifinn af jólunum því öll mín einbeiting er á HM.“
"I don't like Christmas because of the darts! I'm completely focused on it."
— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 22, 2019
Michael van Gerwen talks to Sky Sports Darts after his 4-0 win over Ricky Evans.
Watch Day of the #WorldDartsChampionship live on Sky Sports Darts now or follow here: https://t.co/YTT2AeYZXqpic.twitter.com/ltVKYBaRtB
Van Gerwen kemur aftur til Englands á annan í jólum. Þann 27. desember mætir hann svo Englendingnum Stephen Bunting í 16-manna úrslitum.
Van Gerwen hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari (2014, 2017 og 2019).
Bein útsending frá ellefta degi HM í pílukasti stendur nú yfir á Stöð 2 Sport 2.