Fótbolti

Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teemu Pukki (fyrir miðju) skoraði tvívegis fyrir Finna í dag
Teemu Pukki (fyrir miðju) skoraði tvívegis fyrir Finna í dag Vísir/Getty
Finnland fékk Armeníu í heimsókn í undankeppni EM 2020 í fyrsta leik J-riðils í dag. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri Finna.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Fredrik Jensen kom Finnum í 1-0 eftir rúman hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. 



Í þeim síðari skoraði Teemu Pukki, framherji Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, tvívegis og lokatölur því 3-0 í öruggum sigri Finnlands. 

Sigurinn þýðir að Finnar eru nú í 2. sæti með 15 stig, sex stigum á eftir Ítölum sem sita á toppnum með 21 stig og leik til góða. Á eftir Finnum koma svo Armenar og Bosnía Hersegóvína en síðarnefnda liðið á leik til góða gegn Grikkjum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×