Ég skil þig ekki! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 15. október 2019 11:30 „Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun