Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 14:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar verði tekin upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira