Keppt var um ítalska ofurbikarinn í Sádi Arabíu í dag þar sem ríkjandi Ítalíumeistarar, Juventus, mættu ítölsku bikarmeisturunum í Lazio.
Staðan í leikhléi var 1-1 eftir að Luis Alberto hafði komið Lazio yfir áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir Juve.
Lazio reyndist sterkari aðilinn í síðari hálfleik þar sem Senad Lulic kom Lazio í 2-1 áður en Rodrigo Bentancur fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á lokamínútu venjulegs leiktíma. Í uppbótartíma gulltryggði Danilo Cataldi svo sigur Lazio.
Lokatölur 3-1, sömu úrslit og þegar liðin mættust í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar á dögunum en þetta eru einu tapleikir Juventus á leiktíðinni til þessa.
Aftur tapaði Juventus fyrir Lazio
