„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi” Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun