Innlent

Handtekinn fyrir að slá dyravörð í andlitið

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem sló dyravörð í andlitið við veitingahús í Austurstræti í Reykjavík var handtekinn um klukkan þrjú í nótt. Árásarmaðurinn var færður á lögreglustöð en var látinn laus eftir skýrslutöku. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir meðal annars frá því að ætluð fíkniefni hafi fundist á gólfi bifreiðar sem lögreglumenn stöðvuðu í hverfi 104 skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann var með þrjá farþega í bílnum.

Í Hafnarfirði var annar ökumaður stöðvaður þegar klukkuna vantaði korter í níu í gærkvöldi. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án gildra ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×