Litli bróðir Curry í stuði þegar Dallas endaði átján leikja sigurgöngu Bucks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 07:30 Seth Curry með boltann í leiknum í nótt. Getty/Stacy Revere Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019 NBA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019
NBA Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira