Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 18:00 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélaflakinu á Sólheimasandi í dag burt svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið sem spáð hefur verið skellur yfir. Þetta staðfestir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Vísi. Lögreglan vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi þess atviks sem varð þegar tveir erlendir ferðamenn urðu úti á Sólheimasandi í vonskuveðri í janúar. Eftir að björgunarsveitarmann hafa komið þeim sem kunni að vera á ferli við flakið aftur upp á þjóðveg eitt verður göngustígnum að flakinu lokað með lögregluborða. Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir svæðið frá klukkan sex á morgun til hádegis en búist er við austan ofsaveðri, jafn vel fáriviðri á Suðurlandi á morgun. Þannig er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02 Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31 Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Óveðursvaktin: Rauð viðvörun gefin út Viðvaranir Veðurstofunnar vegna aftakaveðurs morgundagsins hafa víða verið færðar upp á rautt stig. 13. febrúar 2020 16:02
Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. 22. janúar 2020 11:31
Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins Þór á sjó og Týr til taks. Umsjónarmenn skipa og báta hvattir til að huga að þeim. 13. febrúar 2020 15:46