Salvini ósáttur en býst ekki við sakfellingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2020 19:00 Salvini boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hann tjáði sig um málið. Vísir/AP Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira