Enginn Martin, Elvar eða Haukur Helgi í íslenska landsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Martin Hermannsson missir af landsleikjunum í febrúar. Getty/Harry Langer Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Körfubolti Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Körfubolti Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira