Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þar sem hópurinn fyrir Pinatar-mótið var kynntur.
Jón Þór Hauksson valdi 23 manna hóp og tók tvo leikmenn inn sem hafa ekki verið í landsliðinu áður. Tveir af þremur markvörðum liðsins eiga þó eftir að spila A-landsleik. Cloé Lacasse var ekki valin í landsliðið að þessu sinni en Natasha Anasi er í hópnum. Natasha Anasi er annar nýliðinn en hin er Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Reykjavíkurmeistara Fylkis.
Íslendingar spila þrjá leiki á mótinu. Ísland mætir Norður-Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.
Mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 í apríl.
Það er hægt að sjá textalýsingu frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
