Sport

Starfsmannastjóri Alþingis vann fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stöð 2 Sport sýndi í gær fyrsta þátt vetrarins um Equsana-deildina, áhugamannadeild Spretts í hestaíþróttum. Fjallað var um fyrstu keppni vetrarins af alls fjórum en í henni bar Saga Steinþórsdóttir á Móa frá Álfhólum sigur úr býtum með heildareinkunina 7,17.

Saga, sem starfar sem starfsmannastjóri Alþingis, var vitanlega ánægð með sigurinn og segir það henti sér vel að sinna hestamennskunni samhliða sínu daglega starfi.

„Það er fátt sem losar mann betur við streitu og amstur dagsins heldur en að koma í hesthúsið og ríða út. Þannig að þetta á vel saman,“ sagði hún í þættinum.

Allan þáttinn má sjá nú á Vísi en næstu þrír þættir verða sýndir á Stöð 2 Sport, annan hvern miðvikudag. Næsti þáttur er á dagskrá 26. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×