Landsliðskarlarnir vilja að fótboltasambandið þrefaldi laun kvennanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 09:30 Megan Rapinoe fagnaði því að landsliðskarlarnir hafi ákveðið að styðja við bakið á landsliðskonunum. Hér er hún á sigurhátíð heimsmeistaranna í New York í sumar. Getty/Brian Ach Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti