Körfubolti

Með yfir 60 prósent þriggja stiga nýtingu í þremur leikjum í röð í bikarúrslitum í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skorað 17 þriggja stiga körfur í þremur leikjum sínum í bikaúrslitum í Höllinni eða 5,7 að meðaltali í leik.
Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skorað 17 þriggja stiga körfur í þremur leikjum sínum í bikaúrslitum í Höllinni eða 5,7 að meðaltali í leik. Vísir/Bára

Sigtryggur Arnar Björnsson hélt áfram þeirri hefð sinn að vera funheitur á fjölum Laugardalshallarinnar í bikarúrslitum þegar hann fór á kostum í sigri Grindvíkinga á Fjölni í undanúrslitum Geysisbikarsins í gær.

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar á félaga sína í sautján stiga sigri Grindavíkur. Arnar hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Sigtryggur Arnar var síðast í bikarúrslitum í Höllinni með Tindastólsliðinu fyrir tveimur árum síðan og hjálpaði þá Stólunum að vinna bikarinn.

Arnar var þá með 35 stig og 11 fráköst í sigri á Haukum í undanúrslitunum og fylgdi því svo eftir með því að vera með 20 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum í stórsigri á KR í úrslitaleiknum.

Sigtryggur Arnar Björnsson hitti úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum í bikarúrslitunum 2018 sem gerir 61 prósent skotnýtingu.

Arnar hefur því hitt úr 17 af 28 þriggja stiga skotum sínum í þremur leikjum sínum í bikarúrslitum í Höllinni og er því með yfir 60 þriggja stiga skotnýting úr næstum því þrjátíu skotum.

Þriggja stiga skotnýting Sigtryggs Arnars Björnssonar í bikarúrslitum í Höllinni:

Undanúrslit á móti Haukum 2018: 60 prósent (6 af 10)

Bikarúrslitaleikur á móti KR 2018:  62 prósent (5 af 8)

Undanúrslit á móti Fjölni 2020: 60 prósent (6 af 10)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×