Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf