Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Edda Símonardóttir er sviðsstjóri hjá Skattinum. Vísir/Egill Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins. Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.
Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25