Breyta 1850 fermetrum í mínígolf "töfraveröld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Sigmar Vilhjálmsson segist vera hálfgalinn að ráða í þetta verkefni, umfangið sé slíkt. Vísir/anton Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15