Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 13:19 Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. Vísir/Sigurjón Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. Fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Faðir Manís hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast. Óttast fjölskyldan mjög öryggi sitt fari hún aftur til Íran þar sem henni hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. „Þetta er náttúrulega ekki það sem við viljum í svona málum en það sýnir sig að ef við ætlum að afgreiða mál án þess að hafa mannúð að leiðarljósi og hvað þá í tilfelli barna þá er ýmislegt sem getur gerst. Því miður þá endaði þetta með því að drengurinn var lagður inn á spítala,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Gera á frekara mat á heilsu drengsins en mikil óvissa er uppi í máli fjölskyldunnar. „Ég myndi telja að í ljósi heilsufars hans og í anda þess sem barni er fyrir bestu að stjórnvöld heimili þá áframhaldandi dvöl hér, þar til niðurstaða fæst í endurtökumáli þeirra en annað myndi náttúrulega að sjálfsögðu stefna lífi og heilsu hans í óþarfa hættu. Það er í engu samræmi við meðalhófsregluna. Ég tel það frekar óboðlegt að stjórnvöld hafi, enn sem komið er, ekki svarað eins og staðna er í dag þá tel ég að það sé stjórnvöld hafi enn sem komið er ekki svarað erindum frá umbjóðendum mínum, hvorki um gagnaafhendingu né um staðfestingu á heimild þeirra til dvalar. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðherra um þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar,“ segir Claudie. En hvað þýðir þetta í raun og veru núna? Vitum við hvort þau verði send úr landi jafnvel næstu daga eða mánuði? „Eins og þetta er núna, þá þurfa stjórnvöld að leggja til að brottflutningur verði stöðvaður þar til niðurstaða fæst í málinu og við höfum ennþá ekki fengið slíka staðfestingu þannig að þangað til […] þá er það skylda stjórnvalda að svara erindum frá málsaðilum og þau hafa ekki gert það í þessu máli og ég mun ýta eftir því áfram en að öðrum kosti mun ég líka senda kvörtun til dómsmálaráðherra vegna þessa en á einhverjum tímapunkti þurfa þau að svara. Óvissan, eins og staðan er núna, er ekki góð fyrir umbjóðendur mína, sérstaklega í ljósi heilsufars hans [drengsins.]“ Hann óttast ofbeldi, verði hann sendur aftur til Íran? „Hann hefur náttúrulega talað um að sjálfur og það sem gerir málið ennþá verra er að handtökuskipun bíður þeirra í Portúgal. Það er tvöfaldur ótti sem blasir við þeim, bæði í Portúgal sem þau verða send til og líka í heimaríkinu vegna þess að strákurinn er trans og á sama tíma vegna fjölskylduaðstæðna þar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. Fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Faðir Manís hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast. Óttast fjölskyldan mjög öryggi sitt fari hún aftur til Íran þar sem henni hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. „Þetta er náttúrulega ekki það sem við viljum í svona málum en það sýnir sig að ef við ætlum að afgreiða mál án þess að hafa mannúð að leiðarljósi og hvað þá í tilfelli barna þá er ýmislegt sem getur gerst. Því miður þá endaði þetta með því að drengurinn var lagður inn á spítala,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Gera á frekara mat á heilsu drengsins en mikil óvissa er uppi í máli fjölskyldunnar. „Ég myndi telja að í ljósi heilsufars hans og í anda þess sem barni er fyrir bestu að stjórnvöld heimili þá áframhaldandi dvöl hér, þar til niðurstaða fæst í endurtökumáli þeirra en annað myndi náttúrulega að sjálfsögðu stefna lífi og heilsu hans í óþarfa hættu. Það er í engu samræmi við meðalhófsregluna. Ég tel það frekar óboðlegt að stjórnvöld hafi, enn sem komið er, ekki svarað eins og staðna er í dag þá tel ég að það sé stjórnvöld hafi enn sem komið er ekki svarað erindum frá umbjóðendum mínum, hvorki um gagnaafhendingu né um staðfestingu á heimild þeirra til dvalar. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðherra um þessi vinnubrögð Útlendingastofnunar,“ segir Claudie. En hvað þýðir þetta í raun og veru núna? Vitum við hvort þau verði send úr landi jafnvel næstu daga eða mánuði? „Eins og þetta er núna, þá þurfa stjórnvöld að leggja til að brottflutningur verði stöðvaður þar til niðurstaða fæst í málinu og við höfum ennþá ekki fengið slíka staðfestingu þannig að þangað til […] þá er það skylda stjórnvalda að svara erindum frá málsaðilum og þau hafa ekki gert það í þessu máli og ég mun ýta eftir því áfram en að öðrum kosti mun ég líka senda kvörtun til dómsmálaráðherra vegna þessa en á einhverjum tímapunkti þurfa þau að svara. Óvissan, eins og staðan er núna, er ekki góð fyrir umbjóðendur mína, sérstaklega í ljósi heilsufars hans [drengsins.]“ Hann óttast ofbeldi, verði hann sendur aftur til Íran? „Hann hefur náttúrulega talað um að sjálfur og það sem gerir málið ennþá verra er að handtökuskipun bíður þeirra í Portúgal. Það er tvöfaldur ótti sem blasir við þeim, bæði í Portúgal sem þau verða send til og líka í heimaríkinu vegna þess að strákurinn er trans og á sama tíma vegna fjölskylduaðstæðna þar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57