Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð.
Manchester United getur ekki lengur náð Liverpool að stigum eftir 1-0 sigur Liverpool á Norwich um helgina.
Liverppool er komið með 76 stig en Manchester United er með 35 stig. United á þrettán leiki eftir og getur því enn náð í 39 stig til viðótar.
Despite having 13 matches still to play it is now mathematically impossible for Manchester United (35pts) to catch Liverpool (76pts) in the Premier League
— WhoScored.com (@WhoScored) February 15, 2020
39 stig í viðbót við 35 stig gera hins vegar aðeins 74 stig eða tveimur minna en Liverpool er þegar með í húsi.
Liverpool er bæði með fleiri stig á heimavelli (39) og á útivelli (37) en Manchester United liðið er með samtals (35). Það gæti hins vegar breyst í kvöld takist leikmönnum Manchester United að vinna Chelsea á Stamford Bridge.
Manchester United setur samt sem áður „montað“ sig af því að vera eina liðið í fyrstu 26 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur náð að taka stig af Liverpool en liðin gerðu jafntefli í leik sínum á Old Trafford. Liverpool hefur unnið alla hina 25 leikina.
Sú staðreynd að Manchester United á ekki lengur möguleika á að enda ofar en Liverpool þýðir að Liverpool getur fagnað því í fyrsta sinn í 29 ár að halda erkifjendunum fyrir neðan sig á tveimur leiktíðum í röð.
Þetta verður nefnilega í fyrsta sinn síðan 1991 að Liverpool endar ofar en Manchester United á tveimur tímabilum í röð.
Liverpool hefur aðeins fjórum sinnum áður endað ofar en Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en það eru árin 2002, 2014, 2017 og 2019.