Innlent

Grunur beinist ekki að íkveikju

Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna brunans á svæði Hringrásar er hafin. Tveir lyftarar voru í húsinu og var annar þeirra í hleðslu og beinast grunsemdir meðal annars að hleðslutækinu en margt annað getur komið til greina. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir ólíklegt að kveikt hafi verið í en vill þó ekki útiloka það á þessu stigi. "Við komumst ekki til að rannsaka þetta fyrr en um hádegisbilið í gær. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvar í skemmunni eldurinn kom upp og þar munum við byrja," segir Hörður. Vitað er að mikið var af eldfimum efnum í skemmunni. Síðustu menn hættu störfum í skemmunni um klukkan sex og eldurinn gæti því hafa kraumað í einhvern tíma áður en vaktmaðurinn varð hans var. Ekki er vitað um óæskilegar mannaferðir á svæðinu. Talið er nokkuð víst að eldurinn í dekkjahaugnum sé afleiðing af eldi sem kom upp í skemmunni. Í haugnum við hlið skemmunnar voru 2.000 tonn af gúmm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×