Innlent

Paul McCartney hættur að reykja kannabis

McCartney kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í vikunni.
McCartney kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrr í vikunni. mynd/AP
Bítillinn Paul McCartney hefur ákveðið að segja skilið við sinn innri hippa og ætlar að hætta að reykja kannabis.

McCartney sagði að átta ára gömul dóttir sín, Beatrice, væri ástæðan fyrir lífstílsbreytingunni. Þannig telur McCartney að ábyrgðin sem fylgir uppeldi dóttur sinnar og kannabisreykingar fari ekki saman.

Í viðtali við The Rolling Stone sagði McCartney að hann hafi sannarlega reykt mikið af kannabis í gegnum tíðina. „En þegar þú finnur fyrir þessari miklu ábyrgð gagnvart afkvæmi þínu þá er ekki aftur snúið."

McCartney tók sérstaklega fram að hann hafi reykt afar mikið af kannabis. Heather Mills, fyrrverandi eiginkona McCartneys, sagði að hann hafi reykt jafn oft og venjulegt fólk fær sér tebolla.

En Beatrice ekki fyrsta barn McCartney - hann á fjögur eldri börn. Hann virðist því ekki hafa upplifað ábyrgðina sem fylgdi því að ala upp fyrri börn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×