Allen Iverson er staurblankur | 25 milljarðar út um gluggann 16. febrúar 2012 13:00 Allen Iverson virðist ekki eiga krónu í vasanum þrátt fyrir tugmilljarða kr. tekjur á undanförnum árum. AP Allen Iverson, fyrrum stórstjarna NBA deildarinnar í körfubolta, virðist ekki eiga eina krónu eftir í fórum sínum eftir glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann þénaði í það minnsta um 19 milljarða kr. Hinn 36 ára gamli Iverson virðist í tómum vandræðum en hann gerir sér enn vonir um að fá enn eitt tækifæri í NBA deildinni. Og stórlið á borð við LA Lakers hafa virkilega sýnt því áhuga á að fá hann í sínar raðir. Iverson dregur hinsvegar á eftir sér ýmis óleyst vandamál. Dómari í Georgíufylki frysti nýlega bankainnistæður Iverson eftir að hann gat ekki greitt um 100 milljóna kr. skuld vegna skartgripakaupa. Það eru allar líkur á því að Iverson eigi ekki neitt eftir þeim 19 milljarða kr. tekjum sem hann „önglaði" saman á NBA ferlinum, 150 milljónir dollarar. Farnir út um gluggann. Hvernig fór hann að því að eyða þessu öllu?Allen Iverson hefur í gegnum tíðina fjárfest í ótrúlegu magni af skartgripum og öðru slíku.APEn hvernig fór hann að því að eyða öllum þessum fjármunum? Þeir sem til hans þekkja segja að Iverson hafi farið með peninga eins og þeir væru alveg að fara úr tísku. Iverson var vinamargur á meðan hann átti peninga og sagan segir að hann hafi oft verið með hátt í 50 manna „fylgdarlið" á keppnisferðum 76'ers. Lið sem ferðaðist á eigin vegum en á kostnað Iverson. Þar má nefna fjölmarga æskuvini, hárgreiðslumeistara og að sjálfsögðu einhvern gaur sem sá um að bæta við húðflúrum á kappann með reglulegu millibili. Iverson eyddi líkt og margir aðrir ótrúlegum fjárhæðum í skartgripi, bíla og hann var einnig tíður gestur í spilavítum víðsvegar um Bandaríkin. Það má gera ráð fyrir að upphæðin sem Iverson hafi eytt um ævina sé mun hærri en 19 milljarðar kr. Hann gerði risasamning við Reebok íþróttavörufyrirtækið árið 2001. Sá samningur tryggði honum rétt um 6 milljarða kr. Iverson var á hápunkti ferilsins með risastóra auglýsingasamninga við fjölmörg fyrirtæki. Iverson er einn allra besti skotbakvörður sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann var um tíma nánast óstöðvandi skorunarmaskína. Hinn smávaxni Iverson, 1.80 m. á hæð og um 75 kg, var grjótharður í baráttunni gegn mun stærri og líkamlega sterkari leikmönnum. Hinn 36 ára gamli Iverson hefur verið orðaður við stórlið á borð við LA Lakers að undanförnu. Forráðamenn liðsins vildu hinsvegar að Iverson myndi leika með varaliði félagsins og sýna það og sanna að hann ætti heima í NBA deildinni. Engar fréttir hafa borist af viðbrögðum Iverson. Honum stendur til boða að leika með liðum í Venesúela og Púertó Ríkó. Glæsilegur ferill | hápunkturinn árið 2001Iverson var í rétt um tvö tímabil hjá Denver Nuggets eftir að það fór að halla undan fæti hjá 76'ers.APFerill Iverson Í NBA deildinni er glæsilegur. Hann var stórstjarna hjá Georgetown háskólanum og var hann valinn fyrstu allra í nýliðavalinu árið 1996. Philadelphia 76'ers fékk happdrættisvinninginn og Iverson var valinn nýliði ársins 1996-1997. Á næstu árum var byggt upp stórlið í kringum Iverson í Philadelphia, og árið 2001 var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Fjórum sinnum var Iverson stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar, 1999, 2001, 2002 og 2005. Og hátindinum náði hann sem leikmaður þegar 76'ers léku til úrslita um NBA titilinn árið 2001 þar sem LA Lakers sigraði örugglega, 4-1. Það má vel vera að Iverson sé blankur og standi höllum fæti í lífinu en árangur hans verður ekki tekinn af honum. Hann er á meðal þeirra allra bestu frá upphafi og 26,7 stiga meðalskor í deildinni segir allt sem segja þarf. Aðeins fimm leikmenn hafa gert betur á ferlinum. Og það sem meira er að aðeins Michael Jordan hefur skorað fleiri stig að meðaltali í úrslitakeppninni frá upphafi, 33,4 stig að meðaltali. Iverson kemur þar á eftir með 29,7 stig að meðaltali í úrslitakeppninnni. Fékk um hálfan milljarð kr. í laun hjá Besiktas í Tyrklandi Allen Iverson mætir hér til leiks í Tyrklandi þar sem allt varð að sjálfsögðu brjálað. Öryggisverðir fylgdu honum af flugvellinum.APEinkalíf Iverson hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum árum. Eiginkona hans fór fram á skilnað um mitt sumar í fyrra. Hún fór fram á forræði yfir fimm börnum þeirra. Iverson fór í stórum leikmannaskiptum frá 76'ers árið 2006 og endaði hann hjá Denver Nuggets sem var á þeim tíma með lið sem var líklegt til þess að gera atlögu að titlinum. Þessi tilraun reyndist gjörsamlega misheppnuð. Iverson fór til Detroit Piston þar sem hann lék 2008-2009. Hann fór á ný til 76'ers í stuttan tíma 2009-2010 og síðustu afrek hans á körfuboltavellinum voru með tyrkneska liðinu Besiktas. Samningur Iverson við tyrkneska liðið Besiktas tryggði honum um 500 milljón kr. yfir tveggja ára tímabil. NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Allen Iverson, fyrrum stórstjarna NBA deildarinnar í körfubolta, virðist ekki eiga eina krónu eftir í fórum sínum eftir glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann þénaði í það minnsta um 19 milljarða kr. Hinn 36 ára gamli Iverson virðist í tómum vandræðum en hann gerir sér enn vonir um að fá enn eitt tækifæri í NBA deildinni. Og stórlið á borð við LA Lakers hafa virkilega sýnt því áhuga á að fá hann í sínar raðir. Iverson dregur hinsvegar á eftir sér ýmis óleyst vandamál. Dómari í Georgíufylki frysti nýlega bankainnistæður Iverson eftir að hann gat ekki greitt um 100 milljóna kr. skuld vegna skartgripakaupa. Það eru allar líkur á því að Iverson eigi ekki neitt eftir þeim 19 milljarða kr. tekjum sem hann „önglaði" saman á NBA ferlinum, 150 milljónir dollarar. Farnir út um gluggann. Hvernig fór hann að því að eyða þessu öllu?Allen Iverson hefur í gegnum tíðina fjárfest í ótrúlegu magni af skartgripum og öðru slíku.APEn hvernig fór hann að því að eyða öllum þessum fjármunum? Þeir sem til hans þekkja segja að Iverson hafi farið með peninga eins og þeir væru alveg að fara úr tísku. Iverson var vinamargur á meðan hann átti peninga og sagan segir að hann hafi oft verið með hátt í 50 manna „fylgdarlið" á keppnisferðum 76'ers. Lið sem ferðaðist á eigin vegum en á kostnað Iverson. Þar má nefna fjölmarga æskuvini, hárgreiðslumeistara og að sjálfsögðu einhvern gaur sem sá um að bæta við húðflúrum á kappann með reglulegu millibili. Iverson eyddi líkt og margir aðrir ótrúlegum fjárhæðum í skartgripi, bíla og hann var einnig tíður gestur í spilavítum víðsvegar um Bandaríkin. Það má gera ráð fyrir að upphæðin sem Iverson hafi eytt um ævina sé mun hærri en 19 milljarðar kr. Hann gerði risasamning við Reebok íþróttavörufyrirtækið árið 2001. Sá samningur tryggði honum rétt um 6 milljarða kr. Iverson var á hápunkti ferilsins með risastóra auglýsingasamninga við fjölmörg fyrirtæki. Iverson er einn allra besti skotbakvörður sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann var um tíma nánast óstöðvandi skorunarmaskína. Hinn smávaxni Iverson, 1.80 m. á hæð og um 75 kg, var grjótharður í baráttunni gegn mun stærri og líkamlega sterkari leikmönnum. Hinn 36 ára gamli Iverson hefur verið orðaður við stórlið á borð við LA Lakers að undanförnu. Forráðamenn liðsins vildu hinsvegar að Iverson myndi leika með varaliði félagsins og sýna það og sanna að hann ætti heima í NBA deildinni. Engar fréttir hafa borist af viðbrögðum Iverson. Honum stendur til boða að leika með liðum í Venesúela og Púertó Ríkó. Glæsilegur ferill | hápunkturinn árið 2001Iverson var í rétt um tvö tímabil hjá Denver Nuggets eftir að það fór að halla undan fæti hjá 76'ers.APFerill Iverson Í NBA deildinni er glæsilegur. Hann var stórstjarna hjá Georgetown háskólanum og var hann valinn fyrstu allra í nýliðavalinu árið 1996. Philadelphia 76'ers fékk happdrættisvinninginn og Iverson var valinn nýliði ársins 1996-1997. Á næstu árum var byggt upp stórlið í kringum Iverson í Philadelphia, og árið 2001 var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Fjórum sinnum var Iverson stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar, 1999, 2001, 2002 og 2005. Og hátindinum náði hann sem leikmaður þegar 76'ers léku til úrslita um NBA titilinn árið 2001 þar sem LA Lakers sigraði örugglega, 4-1. Það má vel vera að Iverson sé blankur og standi höllum fæti í lífinu en árangur hans verður ekki tekinn af honum. Hann er á meðal þeirra allra bestu frá upphafi og 26,7 stiga meðalskor í deildinni segir allt sem segja þarf. Aðeins fimm leikmenn hafa gert betur á ferlinum. Og það sem meira er að aðeins Michael Jordan hefur skorað fleiri stig að meðaltali í úrslitakeppninni frá upphafi, 33,4 stig að meðaltali. Iverson kemur þar á eftir með 29,7 stig að meðaltali í úrslitakeppninnni. Fékk um hálfan milljarð kr. í laun hjá Besiktas í Tyrklandi Allen Iverson mætir hér til leiks í Tyrklandi þar sem allt varð að sjálfsögðu brjálað. Öryggisverðir fylgdu honum af flugvellinum.APEinkalíf Iverson hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum árum. Eiginkona hans fór fram á skilnað um mitt sumar í fyrra. Hún fór fram á forræði yfir fimm börnum þeirra. Iverson fór í stórum leikmannaskiptum frá 76'ers árið 2006 og endaði hann hjá Denver Nuggets sem var á þeim tíma með lið sem var líklegt til þess að gera atlögu að titlinum. Þessi tilraun reyndist gjörsamlega misheppnuð. Iverson fór til Detroit Piston þar sem hann lék 2008-2009. Hann fór á ný til 76'ers í stuttan tíma 2009-2010 og síðustu afrek hans á körfuboltavellinum voru með tyrkneska liðinu Besiktas. Samningur Iverson við tyrkneska liðið Besiktas tryggði honum um 500 milljón kr. yfir tveggja ára tímabil.
NBA Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira