Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum 13. október 2005 15:02 Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira