Gunni Þórðar spyr um Tortóla-peninga Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2016 10:32 Óvæntur snúningur á Wintris-málinu. Enginn í troðfullum Eldborgarsalnum sagðist eiga neina peninga á Tortóla. Myndin er samsett „Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53