Innlent

Vandamál sem verður að tækla

Formaður samtakanna ´78 segir líðan samkynhneigðra unglinga löngum hafa verið vandamál sem nauðsynlegt er að laga.
Formaður samtakanna ´78 segir líðan samkynhneigðra unglinga löngum hafa verið vandamál sem nauðsynlegt er að laga. Fréttablaðið/ valli
„Í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Þetta er það sem við erum búin að vera að reyna að hamra á í allri umræðu,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, formaðurSamtakanna "78, um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um líðan unglinga á Íslandi.

„Þetta er vandamál sem verður að tækla.“

Fréttablaðið greindi frá því í gær að samkvæmt rannsókninni, sem unnin var við félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar í 10. bekk grunnskóla margfalt líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg eða reyna að fremja sjálfsvíg. Þau eru líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum.

Árni Grétar segir samtök fyrir réttindum samkynhneigðra víða um heim hafa verið að bregðast við vandamálinu.

Samtökin "78 leita nú eftir fjármagni til að hefja verkefni sem ber heitið „Stattu með“.

„Við ætlum að búa til myndbönd sem beinast að ungu fólki og hvetja gagnkynhneigð ungmenni til að standa með vinum sínum og jafnöldrum,“ segir Árni Grétar.

Samtökin eru með starfandi ungliðahóp sem hittist einu sinni í viku og er yngsti meðlimurinn þar 13 ára. Boðið er upp á ókeypis félagsráðgjöf, viðtöl og stuðning og símaviðtöl fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Í rannsókninni kom fram að um tvö prósent stúlkna og drengja í 10. bekk hafa verið skotin í eða stundað kynlíf með einstaklingi af sama kyni. Þrettán þúsund íslenskir unglingar voru spurðir. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×