Menning

Brjóstamjólk og beinar tennur

Besta leiðin til að stuðla að beinum tönnum er að ungabörn séu á brjósti. Þetta er niðurstaða ítalskrar rannsóknar sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Í henni var komist að því að ungabörn sem drukku af pela og sugu þumalinn fyrsta árið voru tvisvar sinnum líklegri til að fá skakkar tennur en börn sem fengu brjóstamjólk. Skýringin er sú að börn beita munninum á annan hátt þegar þau sjúga brjóst en pela. Það hefur áhrif á hvernig tennurnar raðast í góminn. Þó að börnin missi síðar barnatennurnar og fái fullorðinstennur er talið sýnt að staðsetning barnatanna hafi áhrif á hvernig fullorðinstennurnar raðast. Alls voru 1.099 börn á aldrinum 3-5 ára rannsökuð .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.