Enski boltinn

McLeish skipað að læra af NFL-þjálfara

Alex McLeish.
Alex McLeish.
Alex McLeish, stjóri Aston Villa, er nú staddur í Cleveland í Bandaríkjunum en honum var skipað að fara þangað til þess að læra af þjálfara NFL-liðsins Cleveland Browns, Pat Shurmur.

Bandarikjamaðurinn Randy Lerner á bæði Aston Villa og Browns og skipaði McLeish að taka tveggja daga vinnu með Shurmur. McLeish fór því til Bandaríkjanna ásamt öllum sínum aðstoðarmönnum.

McLeish og Shurmur munu bera saman bækur sínar varðandi þjálfun og allt sem henni viðkemur. Lerner telur að báðir þjálfarar hafi gott af því.

Það er ekki bara Villa sem er í vandræðum því lið Browns hefur ekki getað neitt í fjölda ára.

Shurmur er með 13 ára reynslu í NFL-deildinni en hann starfaði hjá Philadelphia Eagles og St. Louis Rams áður en hann gerðist aðalþjálfari hjá Cleveland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×