Lífið

Idol-stjarna keppir í The Biggest Loser

Ruben Studdard bar sigur úr býtum í annarri seríu af American Idol árið 2003 og nú ætlar hann að losna við aukakílóin í öðrum raunveruleikaþætti – nefnilega The Biggest Loser.Ruben mun keppa í fimmtándu seríu af þættinum sem verður frumsýnd í október vestan hafs. Idol-stjarnan hefur rokkað upp og niður á vigtinni síðustu ár en sykursýki og hár blóðþrýstingur er í ættinni hans Ruben.

Ruben ætlar að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl með hjálp The Biggest Loser.
Með þátttöku sinni í The Biggest Loser verður Ruben fyrsta stjarnan til að taka þátt en þess má geta að íslensk útgáfa af The Biggest Loser verður frumsýnd á SkjáEinum eftir áramót en það er Sagafilm sem framleiðir þættina.



Magnaður söngvari.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.