Innlent

Fyrsta verk að hefta útbreiðslu

Fyrsta verk slökkviliðsins við stórbruna eins og þann sem varð á svæði Hringrásar er að hefta útbreiðslu eldsins. "Það leit kannski í fyrstu út fyrir að við værum ekki að gera mikið en þá vorum við forða eldmati frá brennandi hrúgunni auk annarra ráðstafana," segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri. "Ég myndi halda að á milli fimm og fjögur um nóttina hafi eldurinn verið orðin mjög viðráðanlegur. Upp úr miðnætti vorum við reyndar ekki hræddir við að missa eldinn í aðra hauga á svæðinu," segir Jón Viðar sem var hæstánægður með sína menn. Fyrstu slökkviliðsmenn á staðinn ákváðu í samráði við stjórnstöðina að kalla út alla sem voru á frívakt til starfa. Til hjálpar við slökkvistarfið fékkst öflug dæla frá dönsku varðskipi, vinnuvélar frá ET og öflugur slökkvibíll frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. "Hallur Árnason, hjá Reykjavíkurhöfn, vissi að varðskipinu sem lá í vari hérna fyrir utan og við gátum nýtt okkur dæluna á skipinu. Starfsmenn ET stóðu sig eins og hetjur á vinnuvélunum sem fyrirtækið lánaði. Þeir náðu að flytja fleiri þúsund tonn af brunnu drasli án nokkurs óhapps," segir Jón Viðar. En flytja þurfti drasl úr haugnum sem búið var að slökkva að mestu og slökkva í því að fullu annarsstaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×