Innlent

Tryggingar vegna reykskemmda

Hugsanlegt tjón á íbúðarhúsnæði af völdum sóts og reyks frá eldsvoðanum í Hringrás í fyrrinótt fellur undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Auk þess taka tryggingar vegna innbús yfirleitt til brunatjóns, þar með talið tjóns vegna reyks og sóts. Þeir sem hafa ekki innbústryggingu fá tjón sitt ekki bætt frá tryggingafélögunum. Fólki er bent á að snúa sér til tryggingarfélags síns telji það sig hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna brunans við Sundahöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×