Viðskipti innlent

Tveir nýir í framboði til stjórnar HB Granda

Sæunn Gísladóttir skrifar
Núverandi stjórn HB Granda býður sig fram til stjórnar á aðalfundi þann 1. apríl næstkomandi. Auk þeirra bjóða sig fram Albert Þór Jónsson og Anna G. Sverrisdóttir.

Í núverandi stjórn sitja Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdótti, Kristján Loftsson sem er jafnframt formaður stjórnar, Rannveig Rist og Þórður Sverrisson. Stjórnin var endurkjörin á aðalfundi í fyrra.

Stjórn HB Granda hf. hefur borist krafa frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um að framkvæmd verði margfeldiskosning er kosið verður til stjórnar HB Granda hf. á aðalfundi félagsins 1. apríl 2016. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið.

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×