Viðskipti innlent

Bjarni hættur hjá N1 til að einbeita sér að stjórnmálum

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson hefur látið af stjórnarformennsku í félögunum N1 og BNT til að geta helgað stjórnmálunum krafta sína. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Bjarni hefur verið orðaður við framboð til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í janúar.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu samkvæmt fréttavefnum Eyjunni að Bjarni gerir þetta til að helga sig stjórnmálunum að fullu. „Ég hef fundið fyrir því nú á þessum haustmánuðum að full þörf er á því."

„Ég neita því heldur ekki að mér finnst á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins. Það getur möguleika leitt til einhverrar tortryggni sem gæti bitnað á hagsmunum félaganna. Mér finnst það ekki góð staða," segir Bjarni í umræddu viðtali.

Frétt Eyjunnar er hægt að nálgast hér.

Ekki náðist í Bjarna við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vísis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×